Fréttir og viðburðir framundan

FRÉTTIR ÚR FERÐAÞJÓNUSTU
 
Upplýsingafundur og ný herferð Inspired by Iceland


Eftirfarandi fundir eru á döfinni á vegum Íslandsstofu í september:

19. september I kl. 8.30-10.15 I Hilton Reykjavík Nordica
Upplýsingafundur um markaðssókn í ferðaþjónustunni.

25. september 
kl. 11-12 I Hótel Sögu
Ný herferð Inspired by Iceland ýtt úr vör.

Nánari dagskrá verður auglýst síðar - munið að setja þessar dagsetningar í dagatalið!

 
Jákvætt viðhorf erlendis en Ísland á mikið inni

Mikil jákvæðni ríkir í garð Íslands samkvæmt könnun sem framkvæmd var fyrir hönd Íslandsstofu í Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada, Þýskalandi, Frakklandi og Danmörku. Rannsóknar-efnið var viðhorf og vitund gagnvart Íslandi sem áfangastað, íslenskum vörum, þjónustu og samfélagi. Nánar
 

Íslandsstofa á ferð og flugi

Frá því í apríl hefur Íslandsstofa skipulagt og tekið þátt í vinnustofum í 14 borgum í tíu löndum víðsvegar um heiminn. Á komandi mánuðum eru fyrirhugaðar 11 vinnustofur í fimm löndum: Bandaríkjunum, Kína, Frakklandi, Spáni og Ítalíu.

Íslandsstofa skipuleggur einnig og tekur þátt í fimm ferðasýningum á næstu mánuðum: í Tókyo, París, Singapúr, London og Sjanghæ auk þess sem Vestnorden ferðakaupstefnan mun fara fram í október á Akureyri. Skráningu er lokið á þessa viðburði en viðburðir á komandi ári verða auglýstir þegar nær dregur.

 

Ferðamenn hvattir til að ferðast á ábyrgan hátt 

Íslandsstofa, ásamt samstarfsaðilum, heldur áfram að hvetja ferðamenn til að ferðast um landið með ábyrgum hætti með því að samþykkja heiti sem kallast The Icelandic Pledge. Frá því að herferðinni var ýtt úr vör í sumar hafa um 32 þúsund ferðamenn strengt heitið á vef Inspired by Iceland. Nú geta ferðamenn einnig heitið því að ferðast um Ísland á ábyrgan hátt strax við komuna til landsins með því að ýta á hnapp sem settur hefur verið upp í Leifsstöð. Lesa meira

 

Mikil eftirvænting fyrir Vestnorden 2018

Skráningu á ferðakaupstefnuna Vestnorden er nú lokið. Mikil eftirvænting er fyrir ferðakaupstefnunni sem fram fer á Akureyri 2.- 4. október. Þátttakendur koma víða að því auk sýnenda frá Færeyjum, Íslandi og Grænlandi eru kaupendur skráðir frá um tuttugu löndum. Auk kaupstefnunnar stendur öllum þátttakendum til boða að fara í skoðunarferð hluta úr degi til að kynnast af eigin raun þjónustuframboði í ferðaþjónustu á Norðurlandi. www.vestnorden.com

 

Ísland heillar áfram 

Ekkert lát er á áhuga erlendra fjölmiðla á Íslandi sem halda áfram að dásama náttúru og heillandi menningu. Samkvæmt könnun ferðasíðunnar TripAdvisor, sem byggð er á endurgjöfum milljóna ferðamanna um allan heim, er Ísland á meðal áhugaverðustu ferðamannastaða heims og dagsferð um Gullna hringinn sem ein mesta upplifunum. Þá virðist ekki skipta hvort sem ferðamaðurinn er einn á ferð eða í rómantískri ævintýraferð, Ísland er rétti áningastaðurinn.

Besti áningastaðurinn samkvæmt TripAdvisor – Lesa meira
Gullni hringurinn ein mesta upplifunin – Lesa meira
Besti áningastaður þeirra er ferðast einir – Lesa meira
Reynisfjara vinsæl á Instagram – Lesa meira
Reykjavík á topplista rómantískra borga í Evrópu – Lesa meira
Ísland dásamað í Forbes – Lesa meira

 

Umferðaröryggi ferðamanna í öndvegi

Umferðaaröryggi erlendra ferðamanna verður sett í öndvegi á Umferðarþingi Samgöngustofu þann 5. október nk. Á þinginu, sem ber yfirskriftina Velkomin, en hvað svo? verður farið yfir hvað er vel gert og hvað þarf að bæta til að fækka slysum. Samgöngustofa vinnur að undirbúningi og framkvæmd þingsins í samvinnu við Ferðamálastofu, Vegagerðina, Safetravel, lögregluna á Suðurlandi, Samtök ferðaþjónustunnar og Íslandsstofu. 
Lesa meira